Skötuveisla knattspyrnudeildar fer fram 22. desember

Sunnudaginn 22. desember blæs knattspyrnudeild Fjölnis til heljarinnar skötuveislu frá klukkan 18:00 til 20:00 í skrifstofuhúsnæði gömlu áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, Gufunesvegi 17. Boðið verður upp á skötu og saltfisk með öllu tilheyrandi.
Miðaverð er 5990 krónur fyrir fullorðna og 3990 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Við hvetjum alla til að kíkja á þennan viðburð!
