Sigurjón Daði og Árni Elvar yfirgefa Fjölni
Nú á dögum héldu þeir Sigurjón Daði og Árni Elvar á ný mið.
Árni Elvar kom til liðsins fyrir síðasta tímabil frá Þór og spilaði 12 leiki fyrir liðið í deild og bikar síðasta sumar. Sigurjón Daði, sem er uppalinn í Fjölni, spilaði 13 leiki í Lengjudeildinni síðasta sumar. Hann hefur verið hluti af meistaraflokki félagsins síðustu ár og á þeim tíma spilað 88 leiki í deild og bikar.
Við þökkum báðum leikmönnum fyrir þeirra framlag til félagsins og óskum þeim góðs gengis á nýjum vettvangi.


