Fréttir af Íslandsmóti og Íslandsmeistaramóti Skautasambandsins

Íslandsmót og Íslandsmeistaramót Skautasambandsins fór fram í skautahöllinni í Laugardal helgina 28. til 30.nóvember. Á þessu móti voru 11 keppendur frá Fjölni sem tóku þátt.
Í Basic Novice keppti Ermenga Sunna, Elsa Kristín og Maxime og gerðu vel þar. Ermenga Sunna setti persónulegt stigamet með 39,72 stigum og tryggði sér þar með gullið, Maxime fékk silfrið með 33,12 stigum og Elsa Kristín níunda sætið með 21,5 stigum.
Í Advanced Novice kepptu Elín Katla og Arna Dís. Eftir fyrri daginn og stutta prógrammið var Arna Dís með 24,46 stig og Elín Katla með 39,46. Með þessu náði Arna að fara í seinni daginn í öðru sæti og Elín í því fyrsta. Síðust á ísinn voru svo Júlía og Manuel en þau fengu 51,59 stig fyrir stutta prógrammið sitt.
Seinni daginn voru Cubs fyrstar á ísinn en Elisabeth Rós og Karlína kepptu fyrir okkar hönd í þeim flokki. Þær stóðu sig með prýði en ekki eru veitt verðlaun í þessum flokki. Í frjálsa prógramminu fékk Arna Dís 46,38 stig og 70,84 heildarstig sem skilaði henni á verðlaunapall í annað sætið. Fyrir sitt prógram í frjálsa fékk Elín Katla 67,07 stig og sigraði í Advanced Novice flokkinn með 106,53 heildarstig og er því Íslandsmeistari aftur í þessum flokki annað árið í röð!
Svo var röðin komin að Júlíu Sylvíu og Manuel í Senior Pairs en þau uppskáru 99,23 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt. Samanlagt fengu þau 150,82 stig, Íslandsmeistarar í Senior Pairs en þau fengu einnig viðurkenningu frá Skautasambandinu sem skautateymi ársins.
Einnig fór fram Íslandsmeistaramót í Short Track 2025. Þetta er í annað sinn sem Íslandsmeistaramót er haldið í þessari grein á Íslandi. Keppt var í Senior og Junior bæði kvenna og karla í þremur vegalengdum; 222m, 500m og 1000m. Einnig var keppt í liðakeppni í tveimur vegalengdum; 500m og 1000m. Fjölnismenn voru með gull og silfur en Thamar Melanie Heijstra sigraði í Senior konur 222 og 500m og Ylse Anna De Vries í öðru sæti. Þá sigraði Ylse í 1000m hlaupi og í liðahlaupi 500. Í 1000m fékk Tamar silfur ástand liðsfélaga sínum Þorsteinni Hjaltasyni.
Við óskum öllum okkar keppendum til hamingju með sinn árangur og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti.






