Kristín Gyða framlengir við Fjölni

Kristín Gyða Davíðsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning.
Það er ánægjulegt að tilkynna að Kristín Gyða, sem spilaði stórt hlutverk í liði Fjölnis í sumar hefur skrifað undir nýjan samning. Kristín Gyða spilaði 15 leiki fyrir liðið í sumar og skoraði í þeim 5 mörk.
Kristín Gyða, sem er 22 ára, er fjölhæfur leikmaður sem mun nýtast liðinu vel á komandi tímabili. Við hlökkum til að sjá hana halda áfram að þróast, taka til sín stærra hlutverk og setja enn meiri svip á leik Fjölnis á næsta tímabili.


