Borgarstjóri í heimsókn - mikilvægt framhald í aðstöðumálum Fjölnis

Borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg, kom í heimsókn til Fjölnis í gær í framhaldi af fundi sem var haldin í síðustu viku þar sem farið var yfir stöðu aðstöðumála í knattspyrnunni.

Heimsóknin var hluti af hverfisdögum borgarinnar en í heimsókninni skoðaði borgarstjóri helstu innviði í Egilshöll og fékk skýra mynd af því sem brýnast þarf að bæta. Við í Fjölni erum þakklát fyrir ánægjulega heimsókn en dagurinn í gær undirstrikaði brýna þörf fyrir bættri aðstöðu, þar sem eini völlur félagsins fyrir utan Egilshöll, var frosinn og því ekki nothæfur fyrir æfingar. Vegna þess þurfti að aflýsa flestum æfingum deildarinnar, en á sama tíma var Egilshöllin sjálf í notkun annarra félaga.

Næstu vikur ættu að leiða í ljós hvenær farið verður í frekari uppbyggingu og hvaða staðsetning verður fyrir valinu Egilshöll eða Dalhús, en Fjölnir heldur áfram að þrýsta á skýra stefnu og betri aðstöðu fyrir alla iðkendur.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »