Annasöm helgi að baki hjá körfunni

Það var nóg að gerast í körfunni um helgina. Helgin byrjaði á tvíhöfða í Dalhúsum á föstudeginum þegar báðir meistaraflokkar áttu leiki gegn Selfossi.

Stelpurnar byrjuðu körfuboltaveisluna og úr varð hörkuleikur. Fjölnisstelpurnar byrjuðu betur og skoruðu fyrstu 6 stig leiksins áður en Selfoss komu sér aftur inn í leikinn. Fyrsti leikhluti var mjög jafn þar sem heimakonur fóru með eins stigs forskot inn í annan leikhluta, 26-25. Í öðru leikhluta náðu gestirnir sterkari tökum á leiknum þar sem Fjölnisstelpur voru með mikið af töpuðum boltum en Selfoss leiddi í hálfleik 46-38.

Hálfleiksræðan hjá Halldóri hefur skilað sér en Fjölnisstelpur komu ákveðnar út í seinni hálfleik og komust yfir 56-54 undir leik leikhlutans með þristi frá Örnu. Harpa bætti í kjölfarið við öðrum þristi og leiddu Fjölnisstúlkur leikinn 59-54 fyrir lokaleikhlutann.

Í fjórða leikhluta héldu heimakonur áfram á sömu braut, en þrátt fyrir áhlaup hjá gestunum, þá héldu þær kúlinu og kláraðu leikinn af mikilli yfirvegun. 84-77 lokatölur og Fjölnistelpur komnar upp í 3. sæti í töflunni með 10 stig. Leiknum má lýsa sem miklum liðs- og karatekter sigri en meðal þá sem stóðu upp úr má nefna Leilani með 38 framlagspunkta og Huldu Ósk sem var með 22 framlagspunkta og reif niður 11 fráköst. Þá var liðið með 25 í + með Hörpu inni á vellinum og því margir sem komu að góðum sigri.

Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að þjálfarar liðanna eru hjónin Halldór Karl og Berglind Karen, en Berglind hefur einnig sterkar Fjölnistengingar sem fyrrum leikmaður liðsins.

Börnunum var bróðursamlega skipt í tilefni dagsins
Börnunum var bróðursamlega skipt í tilefni dagsins

Strákarnir tóku í kjölfarið við af stelpunum. Selfyssingar komust í 4-0 í byrjun leiksins en Fjölnismenn svöruðu af miklum krafti en víti frá Fotios og þristur frá Guðlaugi jöfnuðu leikinn. Með Sigvalda í stigaskorun og Fotios í fráköstum í farabroddi keyrðu heimamenn yfir gestina en endaði fyrsti leikhluti 26-13. Þar með var tónninn settur en Sigvaldi hélt áfram að setja niður körfur og Viktor og Will áttu öflugan leikhluta. Hálfleikstölur 53-25 og miklir yfirburðir hjá strákunum.

Seinni hálfleikur var með sama takti. Gestirnir reyndu að koma sér inn í leikinn en í hvert skipti sem þeir gerðu sig líklega komu heimmenn með sterkara svar. Arnar Geir mætti inn og setti stóran þrist og Fjölnismenn héldu áfram að auka forskotið, staðan 87-46 fyrir lokaleikhlutann. Lokakaflinn var í raun formsatriði, en heimamenn voru með góða stjórn á leiknum og dreifðust mínútur vel á milli manna í liðinu. Heilsteypt frammistaða og lokatölur 110-72. Allt liðið átti góðan leik, en fremstur meðal jafningja má nefna Sigvalda, sem var með 45 framlagspunkta, og var valinn leikmaður umferðinnar af 1.deildinni.

Stemming utan vallar sem innan

Á laugardagskvöldinu var svo haldinn vetrarfögnuður deildarinnar þar sem komið var saman og skemmt sér í góðum félagsskap. Ostar og aðrar kræsingar voru í boði, þar sem pubquiz og happdrætti var haldið ásamt því að Fjölnisbandið söng fyrir viðstadda. Mjög vel heppnað kvöld að baki.

Yngri flokkar

Það var sömuleiðis nóg um að vera hjá yngri flokkum. Stúlknaflokkur vann góðan sigur á Aþenu, 112-71. Minniboltastrákarnir (MB11 kk) tefldu fram tveimur liðum á Íslandsmótinu í Njarðví. A liðið spilað sína fyrstu leiki í A riðli og áttu glæsilegt mót þar. Á sama tíma spiluðu stelpurnar (MB11 kvk) í N1 höllinni á hlíðarenda, Fjölnir sendu frá sér 3 lið á það mót og stóðu öll liðin sig frábærlega, A-liði unnu alla sína leiki sem skilaði þeim sæti í B-riðli. Strákarnir í 8.flokki spiluðu bæði í Fylkishöll (A-liðið) og Laugardagshöll (B-liðið). A-liðið vann alla sína leiki og fór upp um riðil, B-liðið átti líka glæsilegt mót og unnu 3 af 4 leikjum sínum.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »