Sterkur vilji til lausna: Fjölnir fundaði með borgarstjóra

Fulltrúar knattspyrnudeildar Fjölnis ásamt formanni og framkvæmdastjóra félagsins heimsóttu nýverið borgarstjóra til að ræða aðstöðumál deildarinnar og þær áskoranir sem félagið hefur staðið frammi fyrir á síðustu misserum. Fundurinn fór mjög vel og ríkti jákvætt andrúmsloft meðal fundargesta.

Á fundinum kynnti knattspyrnudeildin sínar tillögur að úrbótum og var þeim tekið með opnum huga. Borgarstjóri sýndi málefninu skýran skilning og lýsti vilja borgarinnar til að finna farsælar lausnir á næstu mánuðum.

Í kjölfarið hefst nú vinna við að skoða mögulegar útfærslur sem geta bætt aðstöðu knattspyrnunnar verulega og stutt við áframhaldandi vöxt og þróun deildarinnar. Markmiðið er að niðurstaðan verði Fjölni til heilla og styrki starf félagsins bæði til skemmri og lengri tíma.

Knattspyrnudeild Fjölnis lýsir ánægju með þetta uppbyggilega samtal og er reiðubúin í áframhaldandi samstarf við borgina til að tryggja að aðstöðumálin fái þá lausn sem leikmenn, þjálfarar og samfélagið allt eiga skilið.

Á meðfylgjandi mynd að ofan má sjá fulltrúa borgarinnar ásamt fulltrúum Fjölnis.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »