Aron Fannar Hreinsson semur við Fjölni

Aron Fannar, sem er uppalin Fjölnismaður, hefur samið við Fjölni en hann kemur til félagsins frá Ægi.

Aron Fannar er 23 ára sóknarmaður sem hefur spilað 108 leiki í meistaraflokk og skorað í þeim 24 mörk.

Eftir að hafa spilað upp alla yngri flokka Fjölnis og leikið með Vængjum Júpíters gekk Aron Fannar til lið við Þrótt Reykjavíkið árið 2022. Síðustu ár hefur hann spilað með Þrótti Reykjavík, ÍR og Ægir.

Aron Fannar er mættur heim

Ánægður með að vera kominn heim

Aðspurður um félagsskiptin og ástæðuna fyrir heimkomu hafði Aron Fannar þetta að segja: „Ég valdi Fjölni, því mig langaði að koma heim og vinna 2. deildina með liðinu. Ég er mjög spenntur fyrir því að takast á við þessa áskorun og gera vel fyrir liðið“.

Það er mikil ánægja inn félagsins að fá uppalinn heimamann aftur til liðsins. Birgir Birgison, rekstarstjóri knattspyrnudeildar hafði þetta að segja: „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Aron Fannar aftur heim enda magnaður leikmaður hér á ferð“.

Þá bætti Gunnar Már, þjálfari Fjölnis við: „Aron Fannar styrkir okkur, hann hefur mikinn hraða og er ósérhlífinn, hann er Fjölnismaður inn að beini og kemur með hjarta inní þetta og hjálpar okkur að ná markmiðum okkar.“

Allir hjá Fjölni bjóða Aron Fannar velkominn heim og hlakka til að sjá hann spila í gulu næsta sumar.

#112innaðbeini

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »