Fréttabréf Listskautadeildar
Northern Lights Trophy
Dagana 30. október til 1. nóvember fór alþjóðlega mótið Northern Lights Trophy fram í Egilshöll í annað sinn.
Basic Novice
• Maxime Hauksdóttir – 3. sæti, 34,68 stig
• Ermenga Sunna Víkingsdóttir – 4. sæti, 31,89 stig
• Elsa Kristín Konráðsdóttir – 18. sæti af 25, 24,45 stig
Advanced Novice
• Elín Katla Sveinbjörnsdóttir – 1. sæti, 119,75 stig
• Arna Dís Gísladóttir – 9. sæti, 74,77 stig
Glæsilegur árangur hjá öllum okkar keppendum!
Við viljum þakka sjálfboðaliðum kærlega fyrir ómetanlegt framlag þeirra yfir mótið.
Í kjölfarið hélt Skautasamband Íslands afreksbúðir þar sem landsliðsskautararnir okkar, Elín Katla og Arna Dís, tóku þátt.
Hægt er að lesa meira um mótið HÉR
Keppnisferðir erlendis
Í október fóru Advanced Novice og parið í keppnisferð til Katowice í Póllandi á Diamond Spin.
Umfjöllun um keppnina má lesa hér:
– Elín Katla með sigur og Íslandsmet
– Júlía Sylvía og Manuel með gullverðlaun
Júlía Sylvía og Manuel kepptu einnig á Swiss Ice Skating Open í Lausanne og enduðu í 5. sæti.
Í nóvember fóru fjórir iðkendur frá okkur á Volvo Open Cup í Riga, Lettlandi, og Hópur 1 og parið fóru til Innsbruck í Austurríki á Eiscup/Cup of Innsbruck.
Niðurstöður – Riga
• Marinó Máni – 1. sæti
• Karlina – 1. sæti
• Una Lind – 3. sæti
• Steinunn Embla – 12. sæti
Niðurstöður – Innsbruck
• Maxime – 3. sæti (Basic Novice)
• Ermenga Sunna – 4. sæti (Basic Novice)
• Elín Katla – 5. sæti (Advanced Novice)
• Arna Dís – 18. sæti (Advanced Novice)
• Júlía Sylvía og Manuel – 3. sæti
Til hamingju með frábæran árangur! Hreint út sagt glæsilegt hjá okkar fólki.
Fjölskylduskautar
Þann 8. nóvember fengu skautaskólinn og Hópur 5 að bjóða fjölskyldum sínum á svellið. Sjálfboðaliðar sáu um veitingasölu og var þetta virkilega skemmtileg stund fyrir bæði iðkendur og fjölskyldumeðlimi.
Íslandsmót og Íslandsmeistaramót
Íslandsmót og Íslandsmeistaramót Skautasambands Íslands fer fram í Laugardal dagana 28.–30. nóvember.
Öll keppnislínan okkar tekur þátt og hvetjum við alla til að mæta og styðja okkar frábæru iðkendur í baráttunni um titilinn.
Grunnpróf og alþjóðlegi skautadagurinn
Fjöldi iðkenda stefnir á að þreyta grunnpróf dagana 12.–14. desember.
Grunnprófin eru næsta skref eftir hvítu næluna og eru hluti af lágmarkskröfum fyrir keppnisrétt í keppnislínu ÍSS.
14. desember er síðan alþjóðlegi skautadagurinn og hvetjum við alla, unga sem aldna, til að skella sér á skauta þann dag!
Jólasýning 21. desember
Árlega jólasýningin verður haldin sunnudaginn 21. desember og í ár er þemað:
🎄 Íslensk jól og jólasveinarnir 🎅
• Sýning 1: Skautaskólinn og hópar 1–4
• Sýning 2: Framhaldshópar
Á staðnum verður sjoppa og hvetjum við alla til að mæta tímanlega, kaupa sér góðgæti og styðja þannig við deildina. Jólasýningarnar eru okkar stærsta fjáröflun ársins.
Jólabúðir
Í jólafríinu verða haldnar æfingabúðir fyrir þau sem vilja taka þátt.
Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.
Þjálfarabreytingar

Viktória hefur sagt upp störfum hjá deildinni. Hún hefur lokið meistaragráðu í lögfræði og hyggst flytja heim til Slóvakíu. Þetta er þriðji vetur hennar hjá deildinni og erum við afar þakklát fyrir allt sem hún hefur lagt til starfsins.
Viktória vill koma því á framfæri að hún muni sakna félagsins — og sérstaklega krakkanna.
Takk fyrir frábært starf, Viktória – við óskum þér alls hins besta í framtíðinni.
Við erum jafnframt mjög heppin að Ilaria Nogaro tekur við og kemur inn í okkar teymi. Ilaria hefur mikla reynslu og hefur verið yfirþjálfari SR í mörg ár.
Velkomin til Fjölnis, Ilaria – við hlökkum til að vinna með þér!
Listskautadeild Fjölnis á Nova-svellinu
Listskautadeild Fjölnis verður með glitrandi sýningu við opnun Nova-svellsins föstudaginn 21. nóvember kl. 18.
Við hlökkum til að sjá ykkur ❄️







