Bjóðum Naglann velkominn í hóp styrktaraðila!

Það er handboltadeildinni mikil ánægja að tilkynna um nýjan styrktaraðila. Naglinn er nútímalegt byggingafyrirtæki sem leggur áherslu á gæði, nýsköpun og jákvæð vinnubrögð, og hefur jafnframt mikinn hug á að styðja við íslenska íþróttamenningu — þar sem samvinna og árangur koma saman!

Það skiptir okkur ótrúlega miklu máli að fá svona stuðning og gerir okkur kleift að halda úti afreksstarfi deildarinnar segir Sveinn Þorgeirsson formaður hkd. Þess vegna erum glöð með þetta samstarf og berum merki Naglans framan á keppnistreyjum kvenna og karla með stolti.

Á myndinni má sjá þá Gunnar Wigelund frá Naglanum og Svein Þorgeirsson, formann hkd. Fjölnis handsala samninginn.

Kærar þakkir Naglinn! Áfram Fjölnir!

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »