Fréttabréf Listskautadeildar Fjölnis – Haust 2025

Upphaf tímabils

Tímabilið hefur farið vel af stað þrátt fyrir tæknilega örðugleika með nýtt tölvukerfi – allt er að smella saman. Æfingar hafa gengið vel og var gaman að hefja leik að nýju eftir sumarfrí. Iðkendur leggja sig fram og stefna á að bæta sig fyrir veturinn framundan.


Skautaskóli

Í september var haldinn Vinadagur skautaskólans. Fjöldi barna mætti og prófaði íþróttina – mikil gleði og stuð einkenndi daginn.

Iðkendur eru einnig að vinna sér inn skautanælur sem veittar eru þegar ákveðinni færni er náð. Með því geta þau fært sig upp í hópa þar sem flóknari æfingar bíða.


Haustmót

Fyrsta mót vetrarins, Haustmótið í Laugardal, fór fram um helgina. Margir kepptu með ný prógröm, í nýjum flokkum og sumir í fyrsta sinn.

Helstu úrslit:

  • Félagalínan:

    • 8 ára og yngri: Hildur Ósk, Amalía Tía, Amelía Rós

    • 10 ára og yngri: Steinunn Margrét, Rakel Vala, Dagný Día, Amelia Julia, Lísa Björg

    • 12 ára og yngri: Unnur, Harpa Lind, Linda María, Aníta Rós, Margrét Magdalena, Amelia Lind, Júlía Rós

    • 14 ára og yngri: Una Lind (🥈), Inga Dís, Steinunn Embla

    • 15 ára og eldri: Lilja (🥇 kvennaflokkur), Marínó Máni (🥇 karlaflokkur)

  • Keppnislínan:

    • Cubs: Karlina, Elisabeth Rós – þátttökuverðlaun

    • Basic Novice: Ermenga Sunna (🥇 39,62 stig), Maxime (🥉 31,19 stig), Elsa Kristín (19,7 stig – fyrsta mót)

    • Advanced Novice: Elín Katla (🥇 106,4 stig – tvö Íslandsmet), Arna Dís (🥈 77,64 stig) – báðar tryggðu sér áframhald í hæfileikamótun landsliðsins.

Einnig hafa Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Pizza hafið sitt keppnistímabil. Þau settu bæði persónuleg met á dögunum og kepptu á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í Beijing. Þau náðu ekki inn á leikana en tryggðu sér keppnisrétt á EM og vantar aðeins 5,51 stig í lágmörk fyrir HM.

Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur!


Framundan – Northern Lights Trophy

Dagana 30. október – 2. nóvember fer fram alþjóðlega mótið Northern Lights Trophy í Egilshöll. Þar keppa iðkendur alls staðar að og er mótið mikilvæg reynsla fyrir okkar fólk.

Við hvetjum alla til að mæta, hvetja okkar keppendur áfram og njóta skemmtilegrar íþróttahátíðar. Aðgangur er ókeypis. Munum þó að við þurfum sem flesta sjálfboðaliða til að hjálpa til – skráning er hafin!


Þakkir og viðurkenning

Við viljum þakka öllum sjálfboðaliðum sem þegar hafa lagt hönd á plóg og vonumst til að sjá enn fleiri bætast í hópinn.

Þann 25. september var haldinn alþjóðlegur dagur þjálfarans og við notum tækifærið til að þakka frábæru þjálfurunum okkar fyrir ómetanlegt starf.


Skautahlaup – Haustönn 2025

Fjölnir býður upp á skautahlaupsæfingar í Egilshöll, Grafarvogi – fyrir byrjendur sem vana. Æfingar fara fram á föstudögum kl. 06:30–07:30, dagana 3. október – 19. desember (11 æfingar).

Þetta er tilvalin leið til að hefja daginn með orku og gleði. Þjálfari er Andri Freyr Magnússon.


🌟 Við hlökkum til framhaldsins og minnum á að fylgjast með fréttum deildarinnar á heimasíðu og samfélagsmiðlum Fjölnis.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »