Fjölnir með glæsilegan árangur á frjálsíþróttavettvangi í sumar
Nú er sumartímabilinu í frjálsum íþróttum lokið og Fjölnir getur státað af fjölmörgum glæsilegum árangri síðustu vikna.
Norðurlandameistaramót U20
Í lok júlí voru þrír Fjölnismenn valdir í landslið Íslands fyrir Norðurlandameistaramót U20:
-
Grétar Björn Unnsteinsson – stangarstökk
-
Kjartan Óli Bjarnason – 400m hlaup
-
Pétur Óli Ágústsson – 400m grindahlaup
Allir stóðu sig með prýði og bæði Kjartan Óli og Pétur Óli bættu persónuleg met á mótinu.
Meistaramót Íslands í fjölþrautum og eldri aldursflokkum
Helgina 16.–17. ágúst fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum sem og í eldri aldursflokkum.
-
MÍ Fjölþrautir
-
Eva Unnsteinsdóttir, sem keppir í flokki 13 ára, tók þátt í fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri. Hún setti nýtt aldursflokkamet 13 ára og hafnaði í 4. sæti.
-
Arna Rut Arnarsdóttir keppti í sjöþraut kvenna, setti tvö persónuleg met og endaði í 2. sæti.
-
-
MÍ Eldri aldursflokkar
Fjórir eldri iðkendur Fjölnis, auk boðhlaupssveitar, tóku þátt og unnu til sjö Íslandsmeistaratitla og fjögurra silfurverðlauna.-
Auður Aðalbjarnardóttir bætti aldursflokkamet í spjótkasti 45–49 ára, eftir að hafa tekið fram spjótkastsskóna í fyrsta sinn í 20 ár.
-
Meistaramót Íslands – aðal
Á Meistaramóti Íslands sem haldið var á Selfossi um helgina átti Fjölnir 19 keppendur. Úrslitin urðu:
-
3 Íslandsmeistaratitlar
-
8 silfurverðlaun
-
3 bronsverðlaun
Íslandsmeistarar urðu:
-
Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson – þrístökk
-
Hanna María Petersdóttir – stangarstökk
-
Helga Þóra Sigurjónsdóttir – hástökk
Fjölnir endaði í 3. sæti í stigakeppni liða.
✨ Þetta var frábær uppskera í sumar og ljóst að framtíðin í frjálsum íþróttum hjá Fjölni er björt. Við hlökkum til að fylgjast með áframhaldinu á vetrartímabilinu!
(Myndir: Hlín Guðmundsdóttir hjá FRÍ og iðkendur)