Eygló Dís heldur áfram að láta til sín taka
Við hjá Fjölni erum afar stolt að segja frá því að Eygló Dís, ein af okkar flottu tennisspilurum, heldur nú áfram ævintýri sínu í tennis með skólagöngu og keppni í Bandaríkjunum. Eygló er á leið í Southern New Hampshire University þar sem hún mun spila NCAA Division II Tennis frá og með haustinu.
Eygló hefur sýnt mikla seiglu og metnað á vellinum og uppskorið flottan árangur á undanförnum misserum:
- Valin í íslenska landsliðið í Billie Jean King Cup
- 2. sæti í bæði tvíliða og tvenndarleik í Meistaraflokki á Íslandsmóti utanhúss
- 3. sæti í einliðaleik á sama móti
- 2. sæti með liði sínu í Íslandsmóti liðakeppni
- Sigraði í Meistaramóti Reykjavíkur í einliðaleik í Meistaraflokki kvenna í ár
Við erum ótrúlega stolt af Eygló Dís og hlökkum til að fylgjast með henni takast á við nýjar áskoranir bæði innan vallar og utan í Bandaríkjunum.
