U-16 ára drengjalið Íslands í 10. sæti á Evrópumótinu

U-16 ára drengjalið Íslands hefur lokið leik á Evrópumótinu í körfubolta, Division B, sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu dagana 5.-18. ágúst.

Liðið átti gott mót, vann fjóra leiki af níu og hafnaði að lokum í 10. sæti af 22 liðum. Það er sterkur árangur í stórri og krefjandi keppni þar sem framtíðarleikmenn Evrópu mætast.

Fjölnir átti tvo fulltrúa í hópnum:

  • Ísarr Logi Arnarsson

  • Baldur Már Stefánsson, þjálfari

Við hjá Fjölni erum afar stolt af þeim og sendum bæði Ísari Loga og Baldri Má innilegar hamingjuóskir fyrir glæsilega frammistöðu á stóru sviði.

📺 Allar útsendingar frá mótinu má finna á heimasíðu FIBA: fiba.basketball

Áfram Ísland – og áfram Fjölnir!

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »