Það hefur verið nóg um að vera hjá frjálsíþróttadeild Fjölnis síðustu vikurnar.
FJÖLNISHLAUPIÐ
Á Uppstigningardag, 29.maí, fór Fjölnishlaupið fram í 37. sinn en að vanda var keppt í 10 km, 5 km auk 1,4 km skemmtiskokki. 85 manns skiluðu sér í mark í 10 km hlaupinu, 97 í 5 km hlaupinu og hvorki fleiri né færri en 183 í skemmtiskokkinu.
VORMÓT FJÖLNIS
Þann 3.júní hélt deildin sitt árlega Vormót Fjölnis, fyrir 11-15 ára iðkendur. Hvorki mótshaldarar né íþróttafólk létu gula viðvörun fyrri hluta dags hafa áhrif á sig og mættu yfir 100 keppendur til leiks og kepptu í spretthlaupi, langstökki, kúluvarpi og 600/800m hlaupi. Þrátt fyrir að veður hafi ekki verið upp á sitt besta voru samt sem áður sett tæplega 100 persónuleg met á mótinu. Fjölnisstúlkurnar Margrét Einarsdóttir og Eva Unnsteinsdóttir lönduðu báðar gulli í kúluvarpi auk þess sem Eva nældi í silfur í 100 m hlaupi og brons í langstökki. Agnes Ingunn Steinsdóttir náði einnig í bronsverðlaun í 800 m hlaupi.
MEISTARAMÓT ÍSLANDS
Helgina 14.-15.júní fór svo fram Meistaramót Íslands 11-14 ára. Iðkendur Fjölnis settu 17 persónuleg met á mótinu og komu heim með 5 gullverðlaun, 2 silfur og 6 brons. Eva Unnsteinsdóttir var Íslandsmeistari í kringlukasti, kúluvarpi, spjótkasti og þrístökki. Aðrir verðlaunahafar Fjölnis voru þau Arnþór Ísar Leifsson, Agnes Ingunn Steinsdóttir og Viktorija Sudrabina Anisimova.
13 ára stúlkur unnu svo Íslandsmeistartitilinn í 4×100 m boðhlaupi og urðu einnig Íslandsmeistarar í liðakeppni 13 ára stúlkna með miklum yfirburðum. Frábær árangur hjá stúlkunum.
Viku síðar, helgina 20.-22.júní fór svo fram Meistaramót Íslands 15-22 ára. Þar átti Fjölnir 17 keppendur og kom heim með 16 Íslandsmeistaratitla, 9 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun. Íslandsmeistaratitli náðu:
Kjartan Óli Bjarnason – 200 m og 400 m hlaup 18-19 ára pilta
Pétur Óli Ágústsson – 110 m grindahlaup og 400 m grindahlaup 18-19 ára pilta
Grétar Björn Unnsteinsson – stangarstökk 18-19 ára pilta
Kristjana Lind Emilsdóttir – 100 m og 200 m hlaup 20-22 ára stúlkna
Christina Alba Marcus Hafliðadóttir – 200 m hlaup og langstökk 18-19 ára stúlkna
Sara Gunnlaugsdóttir – 400 m hlaup og 400 m grindahlaup 20-22 ára stúlkna
Hanna María Petersdóttir – stangarstökk 20- 22 ára stúlkna
Arna Rut Arnarsdóttir – 100 m grindahlaup og kringlukast 20-22 ára stúlkna
Boðhlaussveitir Fjölnis – 4×100 m boðhlaup 18-19 ára pilta og 4×400 m blandað boðhlaup 20-22 ára.
20-22 ára stúlkur vörðu svo Íslandsmeistaratitill sinn í liðakeppni.
BIKARKEPPNIR FRÍ
Fyrstu helgina í júli fóru svo fram Bikarkeppnir Frjálsíþróttasambandsins, sem er stigakeppni liða. Einn keppandi er frá hverju lið í hverri grein og safnar hver keppandi stigum fyrir lið sitt í samræmi við það sæti sem hann lendir í. Fjölnir sendi sameiginlegt lið með UMSS í flokkum fullorðinna auk stúlknaliðs í undir 15 ára flokki. Karlaliðið endað í 2.sæti, einungis 2 stigum á eftir sigurliðinu, kvennaliðið var í 3.sæti og í heildar stigakeppni endaði liðið í 3.sæti.
EVRÓPUBIKAR LANDSLIÐA
Að auki átti Fjölnir tvo keppendur í 3.deild Evrópubikars landsliða í Maribor í Slóveníu 24.-25.júní, sem er sambærilegt Bikarkeppni FRÍ, þar sem einn keppandi kemur frá hverju landi og safnar stigum fyrir liðið. Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson keppti í þrístökki og Daði Arnarson keppti í 800 m hlaupi en hann bætti sinn persónulega árangur utanhúss í hlaupinu. Ísland gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina með yfirburðum og mun því keppa 2.deildinni eftir 2 ár.
Frábærar vikur að baki og enn fullt spennandi framundan það sem eftir lifir sumri.