22 Íslandsmeistaratitlar til Frjálsíþróttadeildar Fjölnis

Síðastliðnar helgar hafa farið fram Meistaramót Íslands innanhúss í frjálsum íþróttum.  Eldri aldursflokkar (30 ára og eldri) og fjölþrautarfólk riðu á vaðið, því næst tóku 11-14 ára iðkendur við, þá 15-22 ára og að lokum fullorðinsflokkur þar sem keppendur þurfa að ná tilgreindum árangri til að fá þátttökurétt.

Fjölnisiðkendur komu heim með 22 Íslandsmeistaratitla frá þessum mótum, auk 22 silfurverðlauna og 11 bronsverðlauna.  Að auki settu keppendur Fjölnis hátt í 100 persónuleg met á þessum mótum sem gefur til kynna í hve mikilli sókn frjálsíþróttafólk Fjölnis er um þessar mundir.

Gaman er frá því að segja að 13 ára stúlkur og 20-22 ára stúlkur voru Íslandsmeistarar félagsliða í sínum flokkum. Á Meistaramóti Íslands í fullorðinsflokki urðu karlarnir í öðru sæti í stigakeppninni og samanlagt var Fjölnisfólk í þriðja sæti í heildarstigakeppninni.

Einnig ber að nefna að á Meistaramóti Íslands 15-22 ára bætti Grétar Björn Unnsteinsson, 15 ára gamalt mótsmet um 21 sentimetra í stangarstökki 18-19 ára. 

Þessar niðurstöður á meistaramótunum innanhúss er staðfesting á því hve frábærum árangri Fjölnisfólk er að ná núna og er Fjölnir að stimpla sig inn sem eitt af bestu frjálsíþróttafélögum landsins.

 

Íslandsmeistaratitli náðu:

MÍ 11-14 ára

Eva Unnsteinsdóttir – 60m grindahlaup, þrístökk og kúluvarp 13 ára stúlkna

MÍ 15-22 ára

Sara Þórdís Sigurbjörnsdóttir – Stangarstökk 18-19 ára stúlkna

Grétar Björn Unnsteinsson – Stangarstökk 18-19 ára pilta

Kjartan Óli Bjarnason – 400m hlaup 18-19 ára pilta

Arna Rut Arnarsdóttir – Þrístökk 20-22 ára stúlkna

Guðný Lára Bjarnadóttir – 800m og 1500m hlaup 20-22 ára stúlkna

Hanna María Petersdóttir – Stangarstökk 20-22 ára stúlkna

Sara Gunnlaugsdóttir – 400m hlaup 20-22 ára stúlkna

Guðjón Dunbar D.Þorsteinsson – Þrístökk 20-22 ára pilta

Sveit Fjölnis – 4×400 m blandað boðhlaup 20-22 ára

MÍ fullorðinna

Katrín Tinna Pétursdóttir – Stangarstökk kvenna

Daði Arnarson – 800m og 1500m hlaup karla

Grétar Björn Unnsteinsson – Stangarstökk karla

Guðjón Dunbar D.Þorsteinsson – Hástökk og þrístökk karla

MÍ eldri aldursflokka

Kristján Svanur Eymundsson – 1500m hlaupa 30-34 ára karla

Valgerður Sigurðardóttir – 60m hlaup og langstökk 45-49 ára kvenna