Norðurlandamót 5. – 9. feb

Norðurlandamótið á listskautum fór fram í Asker í Noregi dagana 5. – 9. febrúar og átti Fjölnir tvo fulltrúa af fjórum sem tóku þátt. Voru það þær Arna Dís Gísladóttir og Elín Katla Sveinbjörnsdóttir. Einnig fór Benjamin Naggiar yfirþjálfari með sem þjálfari í ferðina.

Fyrri keppnisdagur

Fyrsti keppnisdagur var fimmtudagurinn 6. febrúar og var keppt í stutta prógramminu. Af íslensku skauturunum var Arna Dís fyrst á ísinn. Eftir sitt prógram fékk hún 24,05 stig og endaði fyrsta daginn í 17. sæti.

Elín Katla fór seinust af íslensku keppendum inn á svellið til að taka sitt stutta prógramm. Endaði hún í 8. sæti á fyrsta deginum með 32,86 stig fyrir sína frammistöðu.

Seinni Keppnisdagur

Á seinni keppnisdeginum sem var á föstudeginum fór Arna Dís inn á svell þriðja af íslendingunum. Fyrir sitt frjálsa prógram fékk hún 48,75 stig og með því endaði hún í 72,80 stig í heildarstigum. Með þessum árangri náði hún 14. sætinu í heildastigum.

Seinust íslendinganna inn á svellið til að taka frjálsa prógrammið var Elín Katla. Fyrir frjálsa prógrammið fékk Elín 61,32 stig sem skilaði Elínu í 96,18 stig og 6. sætinu í heildarstigum.

Hæstu stig á Norðurlandamóti

Með sínum 96,18 heildarstigum náði Elín Katla þeim glæsilega árangri að fá hæstu heildarstig sem íslenskur skautari hefur fengið í Advanced Novice flokki á Norðurlandamóti. Óskum henni til hamingju með þann árangur.