Lokahóf meistaraflokka Fjölnis í knattspyrnu fór fram í hátíðasalnum Dalhúsum laugardaginn 28. september síðastliðinn. Þar komu saman leikmenn, þjálfarar og stjórnamenn og konur til þess að loka nýliðnu tímabili en boðið var upp á mat og drykk auk skemmtiatriða.
Alls voru veittar sex viðurkenningar fyrir sumarið en Máni Austmann Hilmarsson og María Sól Magnúsdóttir voru markahæst, Jónatan Guðni Arnarson og Emilía Lind Atladóttir voru efnilegust og svo voru Hrafnhildur Árnadóttir og Halldór Snær Georgsson valin best.
Eins var Guðmundi Karli leikmanni karlaliðsins færð blóm fyrir öll árin og frábæran tíma hjá félaginu. Verður það mikil eftirsjá enda magnaður leikmaður og Fjölnismaður þar á ferð.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »