Grafarvogsbúinn og stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson hefur gengið til liðs við Skákdeild Fjölnis og mun tefla með skáksveit Íslandsmeistaranna á komandi keppnisvetri.
Bragi býr ásamt fjölskyldu sinni í hjarta Grafarvogs og okkur Fjölnismönnum er mikill akkur í að fá frábæran liðsstyrk og góðan félaga.
Velkominn Bragi í Skáksveit Fjölnis, Íslandsmeistara 2024.
