Símamótið var haldið núna um helgina, 11.-14. júlí. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna og í fyrsta skipti 2021 var Litla Símamótið haldið fyrir 8.flokk. Keppendur voru um 3.000 og því stærsta knattspyrnumót á landinu.
Fjölnisstelpur gerðu sér lítið fyrir og lentu í fyrsta sæti í 6. flokki! 🥳🏆
Við erum ótrúlega stolt af þeim og öllum okkar keppendum á mótinu. Framtíðin er svo sannarlega björt í kvennaboltanum ⚽️
Áfram stelpur! 🩷