Hið árlega Fjölnishlaup Olís var ræst í 36. sinn á Uppstigningardag 9. maí í blíðskaparveðri frá íþróttamiðstöðinni við Dalhús. Fjölnishlaup Olís er partur af mótaröð sem kallast Gatorade Sumarhlaupin, en mótaröðin var fyrst sett á laggirnar sumarið 2009 og er þetta því í sextánda sinn sem hún er haldin. Fjölnishlaupið sjálft er þó einn elsti viðburður opinn almenningi á vegum Fjölnis og í ár var boðið var upp á þrjár vegalengdir; 1,4 km skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup. Það verður ekki annað sagt en að veðrið hafi leikið við hlaupara og aðra í Grafarvoginum og var stemmingin frábær. Þátttaka í ár var góð en 272 tóku þátt í hlaupinu í þetta sinn og skiptust keppendur niður í 3 greinar. 59 keppendur tóku þátt í 10km hlaupi, 72 keppendur hlupu 5km og alls 141 hlaupari lauk 1,4km skemmtiskokki í ár.

 

Verðlaunahafar árið 2024:

10km hlaup kvenna

  1. sæti – Íris Anna Skúladóttir FH á 00:37:10
  2. sæti – Elín Edda Sigurðardóttir ÍR á 00:38:16
  3. sæti – Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á 00:39:50

10km hlaup karla:

  1. sæti – Arnar Pétursson Breiðablik á 00:33:32
  2. sæti – Hugo Landron FH á 00:34:29
  3. sæti – Sigurgísli Gíslason FH á 00:34:44

5km hlaup kvenna

  1. sæti –  Dalrós Ingadóttir á 00:21:27
  2. sæti –  Eva Skarpaas á 00:22:22
  3. sæti –  Henný Dröfn Davíðsdóttir á 00:24:06

5km hlaup karla:

  1. sæti –  Sigurður Karlsson ÍR  á 00:17:40
  2. sæti –  Vilhjálmur Þór Svansson ÍR á 00:18:14
  3. sæti – Sigurður Júlíusson á 00:18:13

 

Auk þessa fengu öll börn sem tóku þátt í skemmtiskokkinu glaðning frá Olís.

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og hlökkum til að sjá ykkur öll á næsta ári!