Norðurlandamót
Keppni á Norðurlandamóti fór fram 1.-4. febrúar í Borås í Svíþjóð. Keppendur sem fóru frá Fjölni að keppa fyrir Íslands hönd voru Júlía Sylvía, Lena Rut, Berglind Inga og Elín Katla.
Berglind Inga og Elín Katla hófu keppnina í Advanced Novice Girls flokki og voru þær báðar að taka þátt á sínu fyrsta Norðurlandamóti.
Berglind Inga fékk 24,60 stig fyrir stutta prógrammið sitt og 18. sætið. Fyrir frjálsa prógrammið fékk hún 43,60 stig. Samanlagt skilaði þetta því Berglindi 68,20 stig og 18. sætinu í keppninni.
Elín Katla byrjaði á því að fá 28,43 stig fyrir stutta prógrammið sitt og dugði það til 13. sætis eftir þann dag. Í frjálsa prógramminu fékk Elín svo 48,89 stig sem gaf henni 16. sætið með 77,32 heildarstig.
Lena Rut í Junior Women flokki byrjaði á því að fá 29,01 stig fyrir sitt stutta prógram og skilaði það henni í 19. sætinu. Í frjálsa prógramminu sínu fékk Lena 58,57 stig sem gerir 87,58 heildarstig. Með þessu náði Lena Rut 18. sætinu í sínum flokki.
Í þetta skiptið var Júlía Sylvía að keppa í fyrsta skipti í flokki Senior á Norðurlandamóti. Í stutta prógramminu fékk Júlía Sylvía 45,28 stig sem skilaði 8. sætinu. Þegar kom að frjálsa prógramminu fékk Júlía 75,70 stig fyrir. Með þessu fékk hún samanlagt 120,98 stig sem skilaði henni 9. sætinu að lokum. Má taka það fram að þetta eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti.
Að móti loknu fór fram sýning (e. Exhibition) þar sem skautaklúbburinn í bænum sá um sýningu og gesta skautarar sem keppt höfðu á Norðurlandamótinu tóku þátt. Júlía Sylvía fékk boð um að taka þátt í sýningunni og stóð hún sig frábærtlega þegar hún skautaði við útgáfu Kaleo af Vor í Vaglaskóg.
Stjórnarskipti
Þann 20. febrúar fór fram aðalfundur listskautadeildar Fjölnis. Á þessum aðalfundi fóru fram stjórnarskipti fyrir deildina.
Nýja stjórn skipa:
Halldóra Hrund Guðmundsdóttir, formaður.
Ólöf Sólveig Björnsdóttir, gjaldkeri.
Guðrún Lillý Eyþórsdóttir, meðstjórnandi.
Gunnar Traustason, meðstjórnandi.
Ingibjörg G. Jónsdóttir, meðstjórnandi.
Tanya Helgason, meðstjórnandi.
Úr fyrri stjórn minnkaði Gunnar Traustason við sig og fór hann úr formannsstöðu í meðstjórnenda. Einnig steig Tinna Arnardóttir til hliðar úr fyrri stjórn.
Við þökkum fráfarandi stjórn kærlega fyrir þeirra framlag til listskautadeildarinnar og sjáum ykkur í kringum æfingar og keppnir!
Vormót ÍSS
Fyrstu helgina í mars fór fram Vormót ÍSS á Akureyri. Fjölnir fór í hópferð sem heppnaðist vel og skemmtu skautararnir sér mjög vel saman. Alls voru 14 keppendur í félagalínu og 10 keppendur ÍSS sem fóru fyrir hönd Fjölnis norður.
Allir keppendur lögðu sig hart fram í að gera eins vel og þau gátu og voru félaginu til mikilla sóma á mótinu. Eins og áður að þá er ekki gefið upp í hvaða sæti keppendur lenda í í öllum keppnisflokkum. Í flokkum 6 ára-, 8 ára- og 10 ára og yngri eru ekki gefin upp úrslit en fá allir þátttökuviðurkenningu.
Í flokki stúlkna 14 ára og yngri náði Lilja Harðardóttir að komast á pall og náði 2.sætinu. Marinó Máni vann flokkinn 15 ára og yngri drengir.
Í Basic Novice lenti Arna Dís í 1. sæti með 31,85 stig eftir sína keppni.
Í Advanced Novice voru tveir skautarar sem komust á pall frá okkur. Berglind Inga skilaði stutta prógrammi upp á 27,29 stig og frjálsa prógrammi upp á 42,48. Gerði þetta að verkum að hún fékk 69,77 stig og náði 2. sætinu. Elín Katla náði í 31,65 stig í sínu stutta prógrammi og 57,46 stig í því frjálsa. Með þessu náði hún 89,11 stig og 1.sæti í Advanced Novice
Í Junior Women keppti Lena Rut. Hún fékk 41,17 stig í stutta prógramminu sínu og bætti við það 73,99 stigum í því frjálsa. Náði hún því 115,16 stigum og 1. sætinu í Junior Women.
Við óskum öllum sem tóku þátt til hamingju með þá áfanga sem náðust og erum spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá okkar flottu skauturum.
Bikarmeistarar
Þar sem að okkar skautarar hafa staðið sig mjög vel á þessu tímabili höfum við verið að safna nóg af stigum í bikarkeppni félagana sem er í gangi yfir tímabilið. Efsti skautari frá hverju félagi í hverjum keppnisflokk safnar stigum fyrir sitt félag á ÍSS mótum yfir veturinn.
Það er skemmst frá því að segja að með öllum þeim árangri sem skautarar Fjölnis náðu yfir veturinn að Fjölnir varð bikarmeistari tímabilið 2023-2024!
Er þetta annað árið í röð sem listskautadeild Fjölnis nær þeim áfanga að vera bikarmeistari í listskautum og fá bikarinn til okkar í Egilshöllina!
Eru allir skautarar og þjálfarar mjög vel að þessu komin og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!
Sonia Henie Trophy
Nú um liðna helgi fór fram Sonia Henie Trophy í Osló, Noregi. Voru sjö skautarar frá Fjölni sem kepptu á þessu móti.
Í Basic Novice voru Arna Dís, Ermenga Sunna og Sóley Björt. Í Advanced Novice voru það Elín Katla, Berglind Inga og Elva Ísey sem tóku þátt og í Junior Women var Lena Rut frá Fjölni.
Í basic novice var Arna Dís með 34,40 stig fyrir sitt prógramm sem skilaði henni í 5.sæti á mótinu. Ermenga Sunna fékk 32,89 stig og með því 6.sætið. Sóley Björt fékk 16,01 stig og endaði í 25.sætinu.
Berglind Inga fékk 23,62 stig fyrir stutta prógrammið og 42,87 fyrir frjálsa prógrammið. Skilaði þetta henni 25.sætinu með 66,49 stig.
Elva Ísey fékk fyrir sitt stutta prógram 19,23 stig og fyrir frjálsa prógrammið fékk hún 35,65 stig sem skilaði henni 28.sæti með 54,88 stig.
Elín Katla byrjaði stutta prógrammið með 29,85 stig og fékk hún svo 51,99 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt sem skilaði henni 11. sætinu með 81,84 stig.
Í Junior Women byrjaði Lena með því að fá 34,20 stig í stutta prógramminu. Í frjálsa prógramminu fékk hún svo 73,79 stig sem skilaði henni 18. sæti með 107,99 stig.
Óskum þeim öllum til hamingju með árangur sinn.
Framundan hjá deildinni
Svellið í Egilshöll verður lokað í kringum páskana og því verða ekki æfingar frá fimmtudeginum 28.mars til og með mánudeginum 1.apríl. Byrja því æfingar eftir páska á venjulegu prógrammi þann 2.apríl.
Helgina 20.-21.apríl mun SR halda mót og mun tilkynning koma von bráðar þar sem óskað er eftir upplýsingum um hverjir vilja taka þátt sem og upplýsingar um greiðslu fyrir það mót.
Mikið líf og fjör hefur verið á æfingum hjá skautaskólanum núna eftir áramót og er gaman að sjá hversu flottir krakkar eru að æfa og hafa gaman hjá okkur í þessum tímum. Það verður svakalega spennandi að sjá hvernig þessir krakkar munu vaxa og dafna í íþróttinni og vonum við eftir því að sem flest af þeim muni taka þátt í vorsýningunni okkar.
Nú fer allt að fara á fullt að undirbúa vorsýninguna okkar í Fjölni en hún fer fram sunnudaginn 26. maí á skautasvellinu í Egilshöll.
Bráðlega verður send út tilkynning á forráðamenn þar sem að hægt er að skrá þá skautara sem að vilja taka þátt í sýningunni. Mun það vera krafa á þá skautara sem ætla sér að taka þátt að þau séu skráð á ákveðið margara æfingar til að ná öllum breytingum og öllu sem kemur að sýningunni. En þessar upplýsingar munu koma fram í skráningarpóstinum sem verður sendur út.
Einnig er verið að undirbúa sumarnámskeið á svellinu og er planið að vera 3 vikur í júní. Þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar til að vinna úr að þá verður send út tilkynning með öllum upplýsingum.