Fjölnir er Íslandsmeistari kvenna árið 2024.
Fjölnir er Íslandsmeistari í Hertz-deild kvenna eftir 1-0 sigur á SA í fjórða leik liðanna í Egilshöll á laugardaginn. Eina mark leiksins skoraði Sigrún Árnadóttir á fjórðu mínútu.
Þetta var fyrsti titill Fjölnis en sá annar sem fer upp í Egilshöll því fyrir 18 árum, árið 2006, varð kvennalið Bjarnarsins Íslandsmeistari. SA-konur hafa haldið fast um bikarinn þessa 17 titla síðan þá – þar til nú.
Við erum ótrúlega stolt af þessum frábæru íþróttakonum og óskum þeim innilega til hamingju með titilinn!