Það gleður okkur að tilkynna að eftirtaldir leikmenn okkar hafa verið valdir áfram í næstu æfingahópa yngri landsliða KKÍ. Þar hafa verið valdir minni æfingahópar í kjölfar æfinganna í desember sl. hjá fyrstu stóru hópunum en næst verða æfingar hjá liðunum 16.-18. febrúar.

Um er að ræða leikmenn liða U15, U16, U18 drengja og stúlkna auk U20 karla og kvenna.

Við vorum að fá þessar gleðilegu fréttir inn á borð hjá okkur í körfunni og sendum hamingjuóskir á okkar frábæru iðkendur sem eru nú einu skrefi nær lokaúrtaki í verkefni sumarsins hjá yngri landsliðunum.

Við erum ótrúlega stolt af okkar unga fólki og metnaðnum þeirra

Áfram Fjölnir!

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »