**Uppfært** Á upptalninguna vantaði Guðmund Aron Jóhannesson í U20 og Helenu Rut Ingvarsdóttur í U15
Þjálfarar landsliða U15, U16, U18 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna hafa nú valið og boðað sína fyrstu æfingahópa sem æfa um miðjan desember. Þetta eru fyrstu stóru æfingahóparnir hjá hverju liði en upp úr þessum hópum verður svo valið í næstu minni æfingahópa sem koma til æfinga í febrúar næstkomandi.
Öll liðin hafa verkefni á komandi sumri en þá munu U15 liðin fara í mót eða verkefni með Norðurlöndunum og svo eru U16, U18 og U20 öll að fara á NM í lok júní og byrjun júlí og svo halda þau öll á EM mót FIBA hvert um sig í kjölfarið. Öll íslensku liðin leika í B-deild Evrópumótsins nema U20 karla sem leika í A-deild líkt og í fyrra. Í A-deildum eru eingöngu topp 16 landsliðin í hverjum árgangi ár hvert og 2-3 lið fara upp og niður milli ára, og þá eru öll önnur lönd í B-deildunum, auk nokkurra í C-deildum.
Innilega til hamingju og gangi ykkur vel!