Íslands- og Íslandsmeistaramót ÍSS á Akureyri 24.-26.nóv

Seinustu helgi fór fram Íslands- og Íslandsmeistaramót ÍSS á Akureyri og að sjálfsögðu voru keppendur frá Fjölni á staðnum. Í þetta skiptið voru 10 keppendur sem kepptu fyrir okkar hönd. Elisabeth Rós tók þátt í Chicks flokkinum og Suri Han í Cubs flokki. Í Basic Novice voru það Arna Dís, Ermenga Sunna og Sóley Björt sem fóru fyrir Fjölnis hönd. Ísabella Jóna og Tanja Rut tóku þátt í Intermediate Women flokki. Advanced Novice keppendur voru Berglind Inga, Elva Ísey og Elín Katla. Lena Rut tók þátt í Junior Women flokki og Júlía Sylvía var í Senior Women flokkinum.

Á laugardeginum voru Basic Novice, Intermediate Women sem kláruðu sína keppni. Í Basic Novice lenti Ermenga Sunna í 2. sæti og Arna Dís náði 1.sætinu. Í Intermediate Women náði Tanja Rut 2. Sætinu. Allir keppendur í Basic Novice bættu sig frá haustmótinu sem var haldið í september.

Iðkendur Fjölnis í Cubs og Chicks tóku sinn keppnisdag á sunnudeginum og stóð þær sig með mikilli prýði.

Advanced Novice, Junior Women og Senior Women tóku stutta prógrammið sitt á laugardeginum og var árangurinn þar flottur. Eftir að Chicks og Cubs höfðu lokið sér af á sunnudeginum tók við frjálsa prógrammið hjá Advanced Novice, Junior Women og Senior Women.

Eftir frjálsu prógrömmin var komin heildarmynd hjá þessum flokkum. Í Advanced Novice endaði Berglind Inga í 3.sæti og Elín Katla tók 2.sætið. Elín Katla, Berglind og Elva Ísey bættu sig frá því á haustmótinu í september.

Eftir fyrri daginn var Lena Rut í fyrsta sæti í Junior Women flokkinum og eftir frjálsa prógrammið þá hélt hún fyrsta sætinu örugglega og bætti árangur sinn í heildarstigum frá Haustmótinu sem var haldið í september. Með þessu varð Lena því Íslandsmeistari í Junior flokki árið 2023!

Júlía Sylvía lokaði sunnudeginum með því að taka frjálsa prógrammið í Senior Women og stóð sig mjög vel og bætti hún sig í heildarstigum frá Haustmótinu frá því í september. Júlía Sylvía endaði sem Íslandsmeistari í Senior Women flokki árið 2023!

Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangur sinn þessa helgi og fylgjumst spennt með næstu skrefum!

#FélagiðOkkar