Tilkynning frá Fimleikadeild Fjölnis
Keppnisbolur fyrir stráka sem hefur verið í notkun síðan haustið 2019 er hættur í framleiðslu hjá GK, það er hægt að sérpanta bolinn en verðið á honum margfaldast við það og teljum við því ekki þess virði að halda í hann áfram.
Við höfum því tekið ákvörðum um að fara í einfaldan en mjög flottan strákabol fyrir yngri þrep (6. -4.þrep, sjá á mynd.)
Bolurinn er á góðu verði og hentar því vel sem keppnisbolur fyrir yngri iðkendur og flottur æfingabolur fyrir allan aldur.
3.þrep og lengra komnir strákar keppa út keppnistímabilið 2023/2024 í bolnum sem þeir eiga núna og fá síðan nýjan keppnisgalla næsta haust, haustið 2024.
Við ætlum að hafa mátunar og pöntunardag fyrir nýja yngri þrepa bolinn, mánudaginn 6. nóvember kl 16:00-17:00
Greiða þarf á staðnum þegar pantað er, verðið á bolnum eru 6.000 kr
Endilega merkið það hjá ykkur í dagatalið – sjáumst þá !