Rafael Máni Þrastarson og Birgir Þór Jóhannsson hafa skrifað undir sinn fyrsta samning við Fjölni. Báðir eru þeir fæddir 2007.

Birgir Þór Jóhannsson er öflugur bakvörður sem var fyrirliði 3. flokks karla sem unnu USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla í sumar. Birgir spilaði 20 leiki og skoraði í þeim eitt mark þrátt fyrir að vera ennþá í 3. flokki. Einnig var Birgir í hóp í bikarleiknum gegn Breiðablik og lokaleik tímabilsins gegn Njarðvík.

Rafael Máni Þrastarson er sóknarsinnaður miðjumaður sem eins og Biggi var lykilleikmaður í 3. flokki sem vann USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla. Rafael spilaði 8 leiki með 2. flokki en hann var að glíma við erfið meiðsli fyrri hluta sumars sem hann jafnaði sig af og stimplaði sig strax inn í 2. flokkinn.

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar strákunum til hamingju með samningana og hlakkar til að fylgjast með þeim á næstu árum!