Nú í byrjun ágúst byrjaði nýr skautastjóri hjá listskautadeildinni og heitir hann Leifur Óskarsson. Leifur er 34 ára og hefur hann verið í kringum íþróttir frá blautu barnsbeini.

Seinustu 16 ár hefur Leifur verið að þjálfa handbolta og hefur hann því mikla reynslu á íþróttaumhverfinu og því sem fylgir. Hann hefur verið að þjálfa hjá handknattleiksdeild Fjölnis frá árinu 2021.

Hann er með B.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og nú í vor kláraði hann MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Við bjóðum hann velkominn til starfa með von um farsælt samstarf.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »