Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í Reykjavík um liðna helgi. Þar mætti Fjölnisfólk með 13 galvaska keppendur. Keppni stóð yfir í þrjá daga og stóð Fjölnisfólkið sig mjög vel. Uppskeran af medalíum varð 1 gull 🥇, 3 silfur🥈 og 6 brons 🥉. Verðlaunahafar Fjölnis á mótinu voru eftirtaldir:
Hæst ber að nefna hástökk kvenna en þar varð Helga Þóra Sigurjónsdóttir Íslandsmeistari með persónulegt met, stökk upp á 1.77m 🥇. Helga Þóra er með 8. besta árangurinn í kvennaflokki frá upphafi og einnig 11 cm frá Íslandsmeti í hástökki.
Guðný Lára Bjarnadóttir stórbætti sinn besta árangur í 800 m og hljóp á 2:18,89 og landaði bronsinu 🥉.
Vilhelmína Þór Óskarsdóttir hljóp 400 m á hraðasta tíma sínum á árinu, 59,02 sek og varð í þriðja sæti 🥉 eftir harða keppni um annað sætið.
Katrín Tinna Pétursdóttur hreppti þriðja sætið í stangarstökki með árangurinn 2.82m.
Daði Arnarsson náði sér í tvö silfur á mótinu, í 800 m á tímanum 1:58,54 🥈og 400 m grindahlaupi á tímanum 57,09 sek 🥈sem er einungis 11 hundraðshlutum frá hans besta.
Kjartan Óli Ágústsson varð þriðji í 800 m á tímanum 1:59,56🥉.
Bjarni Anton Theódórsson hljóp 400m á 51,30 sek og varð í þriðja sæti 🥉.
Grétar Björn Unnsteinsson varð þriðji í stangastökki með persónulegt met 4.12m 🥉. Til gamans má geta að Grétar Björn er með 3. besta árangur í sínum aldursflokki (16-17 ára) frá upphafi og einungis 11 cm frá aldursflokkameti í stangarstökki.
Síðast en ekki síst tók karlasveit Fjölnis í 4×400 m silfurverðlaun þegar hún hljóp á 3:24,69 min, sveitina skipuðu Pétur Óli Ágústsson, Kjartan Óli Ágútsson, Daði Arnarsson og Bjarni Anton Thoódórsson 🥈.
Önnur úrslit má finna hér: http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=MI2023UTI&fbclid=IwAR2ijd3sDggnAia3_MBnLCEya_9tXxtsmN01PKUrZBgu_cHcJ60eLr_-T-M
Myndirnar hér að neðan voru fengnar frá FRÍ og fleiri myndir af mótinu má finna hér: