3. flokkur karla Fjölnis í knattspyrnu hélt til Bandaríkjanna á USA Cup með fjögur lið, tvö 2008 lið og tvö 2007 lið.
2008 A-liðið komst í undanúrslit gegn Rush sem unnu svo mótið að lokum en liðið vann sinn riðill og spilaði frábæran fótbolta gegn sterkustu liðum mótsins í Gold keppni U15 deildarinnar.
2008 B-liðið vann einnig sinn riðill og unnu svo í 16-liða úrslitum og komust í 8-liða úrslit. Meiðsli settu strik sitt í reikninginn á mótinu hjá drengjunum en þrátt fyrir mikinn hita og að liðið hafði fáa skiptimenn þá var fótboltinn og liðsheildin hjá drengjunum til fyrirmyndar, mikill karakter sem býr í þessum geggjuðu strákum.
A-lið 3. flokks vann Gold keppnina í U16 keppninni og töpuðu ekki leik á leið sinni í úrslitin. Í úrslitum mættu þeir Progressive YSA akademíu frá New York sem er ein sú besta á landinu. Leikurinn endaði 5-0 fyrir Fjölni og unnu þeir keppnina örugglega! Jónatan Guðni Arnarsson endaði markahæstur í keppninni með 10 mörk í 6 leikjum. Liðið skorað flest mörk og fékk á sig fæst af öllum þeim sem tóku þátt í U16 Gold.
B-lið 3. flokks vann einnig sína keppni en þeir voru í Bronze keppninni í U16. Í úrslitaleiknum mættu þeir Fusion SC og unnu þann leik 2-0 eftir miklar þrumur og eldingar þar sem hlé þurfti að gera á leiknum vegna þeirra. Aron Ernir endaði markahæstur í sinni keppni með 11 mörk í 6 leikjum.
Frábær árangur hjá 3. flokknum í Fjölni og er framtíðin björt í Grafarvoginum!