Fjölnir hefur samið við William J. Thompson en hann spilaði með Ármanni á síðasta tímabili en ÍA tímabilið þar á undan.
William er 203 cm öflugur miðherji sem kemur til með að styrkja liðið í vörn og sókn. Hann spilaði með Felician háskólanum í fjögur ár við góðan orðstýr.
Hann hefur leikið víða um heim og gert það gott undir körfunni í fráköstum, blokkuðu skotum og stigaskori.
Wiliam kemur til með að styrkja Fjölnisliðið og auka breidd leikmannahópsins sem er óðum að taka á sig lokamynd.
Fjölnisfólk býður William velkominn í Grafarvoginn og vitum að hann á eftir að skína skært hjá okkur á komandi tímabili.