Körfuknattleiksdeild Fjölnis skrifaði undir nýja samninga við sex af efnilegustu leikmönnum meistaraflokks karla þess efnis að spila með liðinu á næsta tímabili. Um er að ræða þá Rafn Kristján Kristjánsson, Fannar Elí Hafþórsson, Guðmundur Aron Jóhannesson, Garðar Kjartan Norðfjörð, Kjartan Karl Gunnarsson og Brynjar Kári Gunnarsson sem er einmitt þessa dagana í landsliðsverkefni. Áður höfðu Viktor Máni Steffensen og Ísak Örn Baldursson skrifað undir nýja samninga.
Deildin er virkilega ánægð að sjá þessa efnilegu og frábæru körfuboltamenn framlengja í Grafarvoginum enda miklar vonir bundnar við þá þar sem margir hverjir þeirra eru að fara að spila stór hlutverk á komandi tímabili. Þessi hópur hefur sýnt að hann er tilbúinn í átök og að sjálfsögðu er stefnan sett á góðan árangur. Mikilvægt er að halda í heimamenn sem eiga án efa eftir að vera í framvarðarsveit Fjölnis á næstu misserum.
Fjölnir lék um laust sæti um að komast í Subway deildina í vor en tapaði eftir fimm leikja rimmu þar sem Hamar fór með sigur og vann sér laust sæti í Subway deildinni.
Kkd Fjölnis