Körfuknatt­leiks­deild Fjöln­is skrifaði undir nýja samninga við sex af efnilegustu leikmönnum meistaraflokks karla þess efnis að spila með liðinu á næsta tímabili. Um er að ræða þá Rafn Kristján Kristjáns­son, Fannar Elí Hafþórsson, Guðmund­ur Aron Jó­hann­es­son, Garðar Kjart­an Norðfjörð, Kjartan Karl Gunnarsson og Brynjar Kári Gunnarsson sem er einmitt þessa dagana í landsliðsverkefni. Áður höfðu Vikt­or Máni Stef­fen­sen og Ísak Örn Bald­urs­son skrifað undir nýja samninga.

Deildin er virkilega ánægð að sjá þessa efnilegu og frábæru körfuboltamenn framlengja í Grafarvoginum enda miklar vonir bundnar við þá þar sem margir hverjir þeirra eru að fara að spila stór hlutverk á komandi tímabili. Þessi hópur hefur sýnt að hann er tilbúinn í átök og að sjálfsögðu er stefnan sett á góðan árangur.  Mikilvægt er að halda í heimamenn sem eiga án efa eftir að vera í framvarðarsveit Fjölnis á næstu misserum.

Fjöln­ir lék um laust sæti um að komast í Subway deildina í vor en tapaði eftir fimm leikja rimmu þar sem Hamar fór með sigur og vann sér laust sæti í Subway deildinni.

Kkd Fjölnis