Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum var haldið í blíðskaparveðri fimmtudaginn 1. júní á frjálsíþróttavellinum í Mjódd.
Ágætis þátttaka var í mótinu en 90 keppendur á aldrinum 11-15 ára mættu til leiks.
Keppnisgreinar voru fjórar: spretthlaup, langstökk, kúluvarp og 600m eða 800m hlaup og keppt í þremur aldursflokkum – 11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára.
Keppendur Fjölnis settu fjölmörg persónuleg met og komu heim með 8 verðlaun:
Eva Unnsteinsdóttir vann gull í kúluvarpi og 600m hlaupi og brons í 60m hlaupi og langstökki í flokki 11 ára stúlkna
Haukur Leó Kristínarson vann brons í 600m hlaupi í flokki 11 ára pilta
Hilmir Snær Eyjólfsson vann gull í 800m hlaupi og brons í langstökki í flokki 12-13 ára pilta
Guðrún Ásgeirsdóttir vann brons í kúluvarpi í flokki 14-15 ára stúlkna
Að auki var keppt í nokkrum greinum fullorðinna þar sem Fjölniskeppendur bættu mörg hver sín persónuleg met
Á myndunum má sjá Evu Unnsteinsdóttur taka á móti gullverðlaunum og Guðrúnu Ásgeirsdóttur taka á móti bronsverðlaunum