Ísak Örn Baldursson hefur framlengt samning sinn við Fjölni og mun leika með liðinu í 1. deild í vetur.
Ísak hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og var á dögunum valinn til að leika með U-20 landsliðinu á tveimur sterkum alþjóðamótum í sumar. Ísak, sem lék stórt hlutverk hjá Fjölni á síðasta tímabili, var á dögunum valinn varnarmaður félagsins á lokahófi félagsins.
,,Ég er spenntur fyrir komandi tímabili, það er góður andi í hópnum, og við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta tímabili. Það var vaxandi stemning fyrir körfunni í Grafarvogi síðasta vetur og við vonumst til að sjá sem flesta í stúkunni á þessu tímabili,” sagði Ísak þegar hann skrifaði undir.