Nú hafa meistaraflokkar knattspyrnudeildar Fjölnis spilað sína fyrstu leiki í nýjum búningum frá Puma. Það gleður okkur að kynna nýjan samstarfsaðila, Samskip, en merki þeirra er á baki allra búninga knattspyrnudeildarinnar; meistaraflokka og yngri flokka.

Samningurinn við Samskip var gerður til að heiðra minningu Sævars Reykjalín en hann var starfsmaður Samskipa og formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis. Samningurinn var gerður til þriggja ára. Við þökkum Samskipum kærlega fyrir þennan rausnarlega styrk og hlökkum til samstarfsins næstu þrjú árin.

Á efri myndinni hér til hliðar má sjá Guðmund Lúðvík Gunnarsson, framkvæmdarstjóra Fjölnis ásamt Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, forstöðumanni markaðs- og samskiptadeildar Samskipa.

Á þeirri neðri má sjá bakhliðina á nýju búningunum.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »