Ótrúlegt en satt þá á enn eftir að sækja nokkra vinninga úr happdrætti Þorrablótsins!

Við hvetjum fólk eindregið til þess að koma og sækja vinningana sína en frestur til þess að sækja vinninga er til og með 29. apríl 2023.

Hægt er að nálgast vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll gegn framvísun happdrættismiða með vinningsnúmeri. Opnunartími skrifstofu er frá 9:00-12:00 og 13:00-16:00 alla virka daga. Ef þið komist ekki á þeim tíma má senda póst á hildur@fjolnir.is

Hér til hliðar má sjá vinningaskrána