Sunddeild Fjölnis leitar að metnaðarfullum þjálfara. Mikið uppbyggingarstarf er hjá deildinni þar sem megin markmið eru að fjölga iðkendum og bjóða upp á fyrsta flokks æfingaumhverfi fyrir það unga og efnilega sundfólk sem æfir hjá sunddeild Fjölnis. Um er að ræða 30-50% starf, með möguleika á hærra starfshlutfalli.

Starfslýsing þjálfara
Helstu verkefni þjálfara eru að:

  • þjálfa hópa á aldursbilinu 7-13 ára
  • aðstoða yfirþjálfara í þeim verkefnum sem hann setur fyrir, leysa af í sundskóla og vera á mótum sé þess óskað
  • taka virkan þátt í uppbyggingu deildarinnar, afla sér faglegrar þekkingar og styðja
    sundfólkið í að ná framförum í sinni íþrótt.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • þekking og reynsla af sundi og sundþjálfun og/eða menntun á sviði sundþjálfunar er kostur
  • þjálfararéttindi 1 og 2 frá ÍSÍ
  • góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
  • metnaður og frumkvæði
  • góð íslenskukunnátta
  • hreint sakavottorð
  • lágmarksaldur 20 ára

Nánari upplýsingar veitir stjórn deildarinnar á netfanginu sund@fjolnir.is og formaður deildarinnar Aníka Lind Björnsdóttir s. 867-4371.

Senda skal umsóknir ásamt menntunar- og ferilskrá á netfangið sund@fjolnir.is fyrir 1. apríl 2023. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.