Tennis og Fjölniskonan Bryndís Rósa Armesto Nuevo, lenti í 2. sæti í Universal Tennis Rating (UTR) móti sem haldið er á Spáni. UTR mótið er mjög mikilvægt þegar kemur að vali í háskóla en Bryndís stefnir einmitt að því að reyna að komast inn í tennisdeild í háskóla.
Einnig keppti nýlega Fjölnisfólkið Saulè Zukauskaitè, Íva Jovísic, Daniel Pozo og Þorsteinn Þorsteinsson á Lindex stórmóti TSÍ. Saule lenti í 1. sæti í U16, Íva lenti í 1. sæti í U14, Íva og Saule lentu í 1. sæti í unglinga A tvíliðaflokki og Daniel og Þorsteinn lentu í 2. sæti í unglinga A tvíliðaflokki.
Daníel Pozo sigraði á móti sterkum U16 spilara, Daniel Wang frá TFK og hafnaði í 2. sæti í U16 einliða kk. Einnig lenti hann í 2. sæti í U14 kk.
Meðfylgjandi eru myndir af þessum flottu upprennandi Fjölniskrökkum.