Nú um helgina var Íslandsmót/Íslandsmeistaramót haldið á skautasvellinu í Egilshöll.
Við erum svo stolt af okkar keppendum og stóðu þær sig allar mjög vel en Fjölnir vann til 8 verðlauna af 14 sem veitt voru!
Hér eru niðurstöður frá laugardeginum:
– Tanja Rut tók 1. sætið í Intermediate Women
– Rakel Sara tók 2. sætið í Intermediate Women
– Ísabella Jóna tók 3. sætið í Intermediate Novice
Júlía Sylvía bætti einnig sitt persónulega stigamet í stutta prógramminu!
Margir af okkar iðkendum slógu sín persónulegu stigamet á sunnudeginum og þar á meðal var heildarstigamet á Íslandsmeistaramóti í Junior Women slegið!!!
– Júlía Sylvía tók 1. sætið í Junior Women
– Lena Rut tók 3. sætið í Junior Women
– Elín Katla tók 1. sætið í Basic Novice
– Berglind Inga 2. sætið tók í Basic Novice
– Arna Dís tók 3. sætið í Basic Novice
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum sem komu að styðja og hvetja okkar stelpur áfram! Við viljum einnig þakka öllum sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur um helgina, við hefðum ekki getað þetta án ykkar stuðnings!
#félagiðokkar #skatingiceland