Síðastliðinn laugardag, þann 29. október, var stefnumótunardagur Fjölnis haldinn. Reynt hefur verið að halda fundinn á tveggja ára festi og tókst vel til í ár. Fínasta mæting var frá öllum 11 deildum félagsins en í heildina mættu 20 manns á fundinn.
Ragnar Guðgeirsson, fyrrverandi formaður Fjölnis og ráðgjafi og stofnandi Expectus, stýrði fundinum. Meginmálefnin til umræðu voru; rekstur meistaraflokka og afreksmál, gæði þjálfunar í félaginu og gildi félagsins ásamt því að málefni sjálfboðaliða voru rædd.
Mjög góðar umræður sköpuðust og fundum við fyrir því hvað svona dagar eru mikilvægir fyrir félagið!
Takk fyrir samveruna síðastliðna helgi
Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar