Saule Zukauskaite úr Ungmennafélaginu Fjölni bar sigur úr bítum á Ten-Pro Global Tennis Junior móti í Tbilisi í Georgíu, sterku alþjóðlegu móti sem haldið var vikuna 28. ágúst – 4. september. Árangur Saule er eftirtektarverður þar sem hún keppti í flokki U16 ára en hún er nýlega orðin 14 ára.
Ten-Pro Global Junior Tour mótið hefur verið haldið árlega um allan heim síðan árið 2015. Óvenju hlýtt veður ögraði ungu tennisleikurunum en hitinn var frá 33°c upp í 37°c á meðan á mótinu stóð. Tennisstjörnur framtíðarinnar, stúlkur og strákar frá 10 til 16 ára aldri, komu saman alls staðar af úr heiminum og kepptu í 7 aldursflokkum.
Þetta var í annað skipti sem Saule tók þátt í Ten-Pro móti eftir frumraun hennar á Global Junior Tour í Hollandi sem fór fram fyrir þremur mánuðum. Saule, sem æfir með Fjölni, eyddi sumrinu sínu í auka tennisæfingar, til að undirbúa sig betur fyrir mótin í ágúst, undir faglegri handleiðslu hjá tennisþjálfurum félagsins Carolu Frank , Alönu Elínu Steinarsdóttir og Lamar Bartley frá Bretlandi.
Saule meiddist á vinstri úlnlið á International Children Games 2022 í Coventry sem fór fram 11.-16. ágúst. Henni tókst þó að koma sér aftur í keppnisform á þessum tveimur vikum fyrir mótið í Georgíu þökk sé þjálfarateyminu og Birni Björnssyni sjúkraþjálfara.
Saule lék 8 leiki í Tbilisy, vann 12 sett af 19 (63,1%) og 99 leiki af 171 (57,9%). Saule kláraði þrjá leiki af 3 settum, sá lengsti stóð yfir í tæpar 3 klukkustundir.
Innilega til hamingju Saule fyrir þennan frábæra árangur! Áfram Fjölnir!
Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um mótið: