Knattspyrnudeild Fjölnis semur við fjölda ungra og efnilegra leikmanna.
Í samræmi við stefnu knattspyrnudeildar Fjölnis í að styrkja enn frekar og byggja upp kvennaknattspyrnu félagsins hefur félagið gert samninga við fjölda ungra knattspyrnumanna. Þessir ungu leikmenn eru í dag burðarstólpar 3.flokks og stutt í framhaldið að þær verði hluti af U20/2.flokk og meistaraflokki Fjölnis.
Það voru þeir Gunnar Hauksson aðalþjálfari 3.flokks kvenna, Sævar Reykjalín formaður barna- og unglingaráðs og Trausti Harðarson formaður meistaraflokksráðs kvenna sem undirrituðu samningana fyrir hönd knattspyrnudeildar.
Leikmenn sem samið var við eru: María Sól Magnúsdóttir, Auður Erla Jónasdóttir, Bjarney Ósk Hilmarsdóttir, Sara Sif Builinh Jónsdóttir, Agnes Lív Pétursdóttir Blöndal, , Hugrún Björk Ásgeirsdóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir og Thelma Veronika Ingvarsdóttir.