Nýr yfirþjálfari karlaflokka hjá knattspyrnudeild
Björn Breiðfjörð Valdimarsson (Bjössi) hefur verið ráðinn í stöðu yfirþjálfara karlaflokka hjá knattspyrnudeild Fjölnis og hefur nú þegar hafið störf. Bjössi er með A þjálfaragráðu UEFA og hefur góða reynslu af þjálfun, meðal annars sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu, og hefur þjálfað hjá Fjölni við góðan orðstír frá því á haustmánuðum 2021. Bjössi mun áfram sinna þjálfun flokka hjá félaginu eins og verið hefur.
Þetta er góður liðsstyrkur fyrir félagið enda mikið álag framundan í leikjum og mótum nú þegar sólin er farin að skína og spennandi sumar framundan hjá öllum flokkum.
Fjölniskveðja
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fjölnis
