Finnski markvörðurinn, Sofia Manner, hefur samið við Knattspyrnudeild Fjölnis út tímabilið 2022 í baráttunni sem er framundan í Lengjudeild kvenna. Sofia, sem er 24 ára, kemur til okkar frá Lynn University í Flórída-fylki þar sem hún útskrifaðist nú fyrr í vor. Áður var hún á mála hjá Honka í efstu deildinni í Finnlandi en hún er uppalin hjá HJK í Helsinki. Sofia er hávaxin og öflugur markvörður sem lék á árum áður með U17 ára landsliði Finnlands. Knattspyrnudeild Fjölnis býður Sofia hjartanlega velkomna í Voginn og væntir mikils af samstarfinu.

 

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »