Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ voru í umsjón Fjölnis þetta árið. Spilaðir voru samtals 19 leikir sem allir fóru fram í Dalhúsum.
Úrslitaleikirnir eru hápunktur hvers tímabils þar sem iðkendur uppskera eftir veturinn. Keppt er til Íslandsmeistaratitils í 1. deildum 9.fl.dr. og st., 10.fl.dr. og st., drengjaflokki, stúlknaflokki og unglingaflokki. Einnig er keppt um meistaratitil í hverri deild (2. til 4. deild). Keppendur eru frá 15 ára aldri og upp úr.
Drengjaflokkur Fjölnis er Íslandsmeistari eftir öruggan sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik en lokatölur voru 110-83. Karl Ísak Birgisson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 25 stigum og 10 fráköstum.
Drengirnir okkar í 9. flokki eru Meistarar 4. deildar 🙌🙌💛 Þeir spiluðu úrslitaleik við Val. Leikur Fjölnis og Vals endaði 65-54 Fjölni í vil. Sindri Valur Sigurðsson var valinn maður leiksins en hann var með 19 stig, 10 fráköst og 28 í framlag 💪🏀
Stelpurnar okkar í 9. flokki lutu í lægra haldi gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins 🏀 þær hafa því lokið keppni á þessu tímabili en þær enduðu deildarkeppnina í 3. sæti 1. deildar 🏀 Jafn og skemmtilegur leikur en skildi að rétt undir leikslok þannig að lokatölur voru 56:45 🏀 Stelpurnar okkar eiga góða framtíð fyrir sér í körfuboltanum og verður gaman að fylgjast áfram með þeim 💛
#FélagiðOkkar