Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.

Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is 5 dögum fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:

a)      Skýrsla stjórnar

b)      Reikningar deildar

c)      Kjör formanns

d)      Kjör stjórnarmanna

e)      Önnur mál

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð þremur til sjö mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og tveimur til sex meðstjórnendum og allt að tveimur til vara, einnig kjörnum á aðalfundinum.

Tillögur um stjórnarmenn skulu berast 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ef ekki berast næg framboð fyrir tilskilin tíma þá er heimilt að bjóða sig fram á aðalfundinum.

Endurskoðandi/skoðunarmenn reikninga félagsins hafa eftirlit með reikningum deilda. Deildarstjórn skiptir sjálf með sér verkum. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda viðkomandi deilda.

Deildarstjórn getur sett sér og deild sinni vinnureglur, brjóti þær ekki í bága við lög félagsins. Deildarstjórn skal halda félagaskrá í samráði við stjórn félagsins.

Lög Fjölnis má finna hér

Tímasetning funda er eftirfarandi:

·         Knattspyrna: 2. febrúar kl. 18:00-19:15

·         Tennis: 3. febrúar kl. 19:45-20:45 í Tennishöllinni í Kópavogi

·         Fimleikar: 7. febrúar kl. 18:00-19:00

·         Frjálsar: 7. febrúar kl. 20:00-21:00

·         Sund: 8. febrúar kl. 20:00-21:00

·         Listskautar: 9. febrúar kl. 18:00-19:00

·         Skák: 9. febrúar kl. 20:00-21:00

·         Íshokkí: 10. febrúar kl. 18:00-19:00

·         Karate: 16. febrúar kl. 20:00-21:00

·         Körfubolti: 23. febrúar kl. 17:30-18:30

·         Handbolti: 28. febrúar kl. 18:00-19:00

 

Boðað er til framhalds aðalfundar hjá eftirfarandi deildum þar sem dagskrá er kjör formanns:

  • Sund: 22. febrúar kl. 19:30
  • Frjálsar: 22. febrúar kl. 20:00

 

 

Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?

Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.

Helstu verkefni stjórna eru:

  • Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
  • Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
  • Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
  • Uppsetning æfingagjalda
  • Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
  • Sækja um styrki fyrir deildina
  • Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
  • Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
  • Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
  • Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.

FormaðurFormaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.

GjaldkeriGjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.

Ritari

Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.

MeðstjórnendurMeðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.

 

Skrifstofa Fjölnis sér um:

  • Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
  • Allar fjárreiður
  • Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í Nóra
  • Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
  • Skráningar og aðstoð við skráningar
  • Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
  • Yfirferð og afstemming á bókhaldi
  • Búningasamninga
  • Samskipti í erfiðum málum