Hjördís Erla Björnsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Hjördís, sem er fædd árið 2002 er að hefja sitt sjötta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 42 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins og skorað í þeim tvö mörk. Hjördís er öflugur miðjumaður sem hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu meistaraflokks kvenna síðustu ár þar sem hún hefur gegnt stóru hlutverki í bæði 2. flokki og meistaraflokki félagsins. Árið 2019 lék Hjördís fjóra leiki með U17 landsliði Íslands.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Hafliði Breiðfjörð

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »