Fjölnir hefur samið við Önnu Maríu Bergþórsdóttur til 2024. Anna María, sem er fædd árið 2003, kemur frá Selfossi þar sem hún er uppalin. Hún er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki og hefur samtals leikið 31 KSÍ leiki í Pepsi Max deild kvenna og bikarkeppni KSÍ, þar af 10 á nýafstöðnu tímabili. Anna María er sterkur miðjumaður sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður á vellinum.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga leikmann sem mun koma til með að styrkja liðið og gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til næstu tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »