
Jólaskautaskóli Fjölnis 

Listskauta- og íshokkídeild Fjölnis verða með Jólaskautaskóla fyrir börn á aldrinum 6-12 ára dagana 27.-30. desember. Námskeiðið er á milli kl. 8:30-13:00. Kennd verða undirstöðuatriði skautaíþrótta á námskeiðinu ásamt því að spila íshokkí og læra listskautaæfingar.
Verð námskeiðs: 9.500
Skráning er hafin á https://fjolnir.felog.is/
Skráningu lýkur þriðjudaginn 21. desember.
